Það sér hver heilvita maður að arðsemi borgarlínu verður neikvæð.
Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason

Þórarinn Hjaltason

Síðastliðinn miðvikudag, 15. janúar, var haldinn kynningarfundur í safnaðarheimili Kópavogskirkju um fyrirhugaða borgarlínu í Kópavogi. Eftir framsöguerindi var gefinn kostur á spurningum úr sal. Greinilegt var að margir fundarmanna höfðu efasemdir um ágæti borgarlínunnar. M.a. var spurt hvort ekki væri betra að endurbæta núverandi strætókerfi með gerð fleiri forgangsakreina, vegna þess að slíkt væri margfalt ódýrara. Enn fremur var bent á að það þyrfti að auka flutningsgetu gatnakerfisins til þess að bæta núverandi umferðarástand. Uppbyggingu borgarlínunnar á nefnilega ekki að ljúka fyrr en 2040. Svör frummælanda og sérfræðinga voru vægast sagt loðin og villandi og sum hreinar rangfærslur sem full ástæða er til að leiðrétta.

Reynslan af Plusbus í Álaborg

Sérfræðingur sem svaraði spurningunni

...