Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Heiðar á Varmalandi, vann björgunarafrek á Holtavörðuheiði í vikunni þegar hann synti að bíl sem hafnað hafði utan vegar til að bjarga tveimur mönnum sem sátu fastir á þaki hans. Mikill vatnselgur var á og við veginn en bílinn hafði hafnað utan vegar og var kominn á kaf. Þorsteinn sagði vatnið hafa verið djúpt og hann hefði ekki botnað, því ákvað hann að synda út að bílnum með línu svo hægt væri að bjarga mönnunum. Það tókst. Mennirnir voru kaldir og hraktir en þeim varð ekki meint af, sem betur fer.
Í hverri viku, allt árið um kring, sinnir björgunarsveitarfólk útköllum vegna óhappa eða slysa og leitar að týndu fólki. Þegar náttúruhamfarir verða reiða yfirvöld sig á aðstoð björgunarsveitanna. Í landinu eru 93 björgunarsveitir og sjálfboðaliðar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru um 18 þúsund
...