Friðrik Steingrímsson yrkir að gefnu tilefni: Heimamenn og harðbýlingar harla litlu ráða fá, því að sunnan sérfræðingar síst af öllu hlusta' á þá. Dróttkveðinn handknattleikur er yfirskrift þessa erindis Gunnars J

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Friðrik Steingrímsson yrkir að gefnu tilefni:

Heimamenn og harðbýlingar

harla litlu ráða fá,

því að sunnan sérfræðingar

síst af öllu hlusta' á þá.

Dróttkveðinn handknattleikur er yfirskrift þessa erindis Gunnars J. Straumland:

Rosalegir risar

rota menn og pota,

feikna garpar fræknir

fljúga um og smjúga.

Hróður fæst með hraða

hendur knöttinn senda,

markið hitta merkir

máttarstólpar sáttir.

...