Listljósmyndarinn Christine Gisla opnar sýningu sína Friðarþrá í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardaginn 18. janúar, klukkan 15-17. Í tilkynningu segir að á sýningunni deili Christine hjartans ósk sinni um frið í heiminum og láti…
Christine Gisla
Christine Gisla

Listljósmyndarinn Christine Gisla opnar sýningu sína Friðarþrá í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardaginn 18. janúar, klukkan 15-17.

Í tilkynningu segir að á sýningunni deili Christine hjartans ósk sinni um frið í heiminum og láti jafnframt hugann reika til bernskuára sinna.

„Með verkum sínum skapar hún einstaka tengingu á milli æskuminninga og vonar um betri framtíð.“

Þá hefur Christine haldið fjölda einka- og samsýninga víða um heim en Friðarþrá er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.

Sýningin stendur til 12. febrúar og er opin á virkum dögum kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-16.