Ísrael Frá fundi öryggisráðs í gær þar sem vopnahlé var samþykkt.
Ísrael Frá fundi öryggisráðs í gær þar sem vopnahlé var samþykkt. — AFP

Öryggisráð Ísraels samþykkti í gær samkomulag um vopnahlé á Gasa og lausn gísla. Lagði ráðið til við ríkisstjórn Ísraels að vopnahléið yrði samþykkt eftir að hafa farið yfir all­ar hliðar er snúa að ör­ygg­is- og mannúðar­mál­um sem og póli­tíska stöðu máls­ins.

Ríkisstjórnarfundur hófst í gær en fregnir af niðurstöðu hans höfðu ekki borist þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum. Hafði ríkisstjórnin þá rætt samkomulagið í sex klukkustundir og var klukkan farin að ganga tvö um nótt í Ísrael.

Samkomulagið sem um ræðir á að koma til framkvæmda í þremur áföngum. Um 60 gíslar eru enn taldir á lífi af þeim 251 sem Hamas rændi í hryðjuverkunum 7. október 2023. Í fyrsta áfanganum eiga Hamas-samtökin að sleppa 33 af þeim gíslum sem samtökin tóku 7. október, gegn því að Ísraelar láti lausa um þúsund manns sem dvelja í ísraelskum fangelsum. Gæti fyrstu gíslunum verið sleppt úr haldi strax á morgun, sunnudag. Sam­hliða fanga­skipt­un­um mun Ísra­els­her draga sig

...