Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, knattspyrnukona frá Selfossi, er gengin til liðs við Víking og hefur samið við félagið til tveggja ára. Áslaug, sem er 21 árs varnarmaður, á að baki 86 leiki fyrir Selfyssinga í efstu deild og skoraði í þeim þrjú mörk…
Heim Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir lék með Örebro á síðasta ári.
Heim Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir lék með Örebro á síðasta ári. — Ljósmynd/Víkingur

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, knattspyrnukona frá Selfossi, er gengin til liðs við Víking og hefur samið við félagið til tveggja ára. Áslaug, sem er 21 árs varnarmaður, á að baki 86 leiki fyrir Selfyssinga í efstu deild og skoraði í þeim þrjú mörk en á síðasta ári spilaði hún með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni og lék alla 26 leiki liðsins. Lið hennar féll og hún var því laus allra mála. Áslaug hefur leikið einn A-landsleik og 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands.