Það er ekkert sem er á móti því að notendur velji sér hver þau vilji að aðstoði þau,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð frá 2018 segir að notandi geti valið sér aðstoðarmenn að eigin vali
NPA Þjónustan byggist á hugmyndinni um sjálfstætt líf, þar sem notendur verða verkstjórar í eigin lífi og búa sjálfstætt með aðstoð þjónustunnar.
NPA Þjónustan byggist á hugmyndinni um sjálfstætt líf, þar sem notendur verða verkstjórar í eigin lífi og búa sjálfstætt með aðstoð þjónustunnar. — Ljósmynd/Colourbox

Sviðsljós

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Það er ekkert sem er á móti því að notendur velji sér hver þau vilji að aðstoði þau,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð frá 2018 segir að notandi geti valið sér aðstoðarmenn að eigin vali. Sum sveitarfélög eru samt með reglur um aðkomu ættingja að þjónustunni. Dæmi er um mál þar sem sveitarfélag hafnaði samningi um aðstoð ættingja umsækjanda um notendastýrða persónulega aðstoð sem rekið var fyrir dómstólum.

„Sveitarfélögin eru með reglur sem hamla því að einhverju leyti og við erum bundin því að fara eftir þeim reglum, hvort sem við erum sammála þeim eða ekki,“ segir

...