Töluverð umsvif eru í atvinnulífinu í Grindavík, þrátt fyrir að eldsumbrot hafi gengið nærri bæjarbúum og fyrirtækjum undanfarin misseri, þótt eðlilega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birt hefur verið á vef bæjarins
Grindavík Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni.
Grindavík Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni. — Morgunblaðið/Eyþór

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Töluverð umsvif eru í atvinnulífinu í Grindavík, þrátt fyrir að eldsumbrot hafi gengið nærri bæjarbúum og fyrirtækjum undanfarin misseri, þótt eðlilega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birt hefur verið á vef bæjarins.

Í vikunni var gerð könnun meðal fyrirtækja í bænum til að varpa ljósi á umfang atvinnustarfseminnar í Grindavík. Var sjónum beint að því hve margir starfsmenn grindvískra

...