Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í gær áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári. Áformin hafði hún áður rætt við yfirmenn lögreglunnar og sagði þá að fáliðuð lögregla ógnaði ekki aðeins öryggi lögreglumanna heldur einnig öryggi almennings. Það er rétt og við það má bæta að veikburða lögregla er einnig ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins eins og dæmin sanna.

Ítrekað hafa „mótmælendur“ komist upp með að trufla störf ríkisstjórnar og Alþingis með þeim hætti sem hvergi annars staðar væri liðið – og hvergi á að líðast. Vonandi er áhersla dómsmálaráðherra til marks um að á því verði einnig tekið.

Ráðherra nefndi að taka þyrfti fastar á skipulagðri brotastarfsemi, sem er nokkuð sem sátt ætti að geta verið um. Sömuleiðis verður vonandi sátt um að verja þurfi landamærin betur því

...