Guðjón Haraldsson fæddist 29. mars 1938. Hann lést 29. desember 2024.

Útför Guðjóns fór fram 17. janúar 2025.

Elskulegur frændi minn er horfinn á braut, eftir heilsuleysi allra síðustu árin. Hann Guðjón frændi minn var mikill öðlingur, eindæma skapgóður og hlýr maður sem gaman var að vera samvistum við. Hann var vinnusamur með afbrigðum og ungur stofnaði hann jarðvinnufyrirtæki sem blómstraði með árunum enda dugnaður og heiðarleiki hans kjörorð. Ég átti því láni að fagna að ferðast margsinnis með þeim góðu hjónum, Guðjóni og Nínu, og eru þær ferðir með þeim skemmtilegustu sem ég hef upplifað. Þótt hann Guðjón frændi minn, í gegnum sín veikindi, væri „geymdur“ á hinum ýmsu sjúkrastofnunum í bið sinni eftir að komast inn á hjúkrunarheimili í sinni sveit var hann alltaf þakklátur fyrir hvert lítilræði sem að honum var rétt –

...