Í frétt í blaðinu í gær um afsögn Ragnars Þórs Ingólfssonar sem varaforseti ASÍ voru heildarlaun hans árið 2023 samkvæmt ársreikningi VR sögð hafa numið 25,7 milljónum króna. Það er rangt, laun og bílastyrkur frá VR námu alls 16 m.kr., en auk þess…

Í frétt í blaðinu í gær um afsögn Ragnars Þórs Ingólfssonar sem varaforseti ASÍ voru heildarlaun hans árið 2023 samkvæmt ársreikningi VR sögð hafa numið 25,7 milljónum króna. Það er rangt, laun og bílastyrkur frá VR námu alls 16 m.kr., en auk þess fékk hann 3,7 milljónir fyrir formennsku í Landssambandi íslenskra verslunarmanna, samtals 19,7 milljónir kr.

Í sömu frétt misritaðist nafn framkvæmdastjóra ASÍ, hún heitir Eyrún Björk Valsdóttir. Hlutaðeigandi og lesendur eru beðnir velvirðingar á missögnunum.