Orkuklasinn, sem er þverfaglegur samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana í íslenska orkugeiranum, vinnur að formun og stofnun fjárfestingasjóðs í samvinnu við Íslandssjóði. Sjóðurinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og verður kynntur lífeyrissjóðum landsins síðar á árinu
Orka Rósbjörg Jónsdóttir segir að hjá Orkuklasanum sé alltaf verið að leita leiða til að efla greinina og fólkið í henni, samfélaginu öllu til heilla.
Orka Rósbjörg Jónsdóttir segir að hjá Orkuklasanum sé alltaf verið að leita leiða til að efla greinina og fólkið í henni, samfélaginu öllu til heilla. — Morgunblaðið/Karitas

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Orkuklasinn, sem er þverfaglegur samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana í íslenska orkugeiranum, vinnur að formun og stofnun fjárfestingasjóðs í samvinnu við Íslandssjóði. Sjóðurinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og verður kynntur lífeyrissjóðum landsins síðar á árinu.

Frá þessu greindi Rósbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri klasavettvangsins í erindi á nýársfundi Orkuklasans í Arionbanka á fimmtudaginn. Fundurinn bar yfirskriftina Heilbrigt samfélag og heilbrigður orkugeiri.

Sagði hún að sjóðurinn myndi njóta stuðnings og þekkingar frá aðildarfélögum Orkuklasans. „Þarna mun fara saman miðlun þekkingar og aukið fjármagn frá fagfjárfestum sem nýtist til framfara og aukinnar fjölbreytni í orkugeiranum,“ sagði Rósbjörg.

...