Bíó Paradís Armand ★★★★½ Leikstjórn: Halfdan Ullmann Tøndel. Handrit: Halfdan Ullmann Tøndel. Aðalleikarar: Renate Reinsve, Ellen Dorrit Petersen, Thea Lambrechts Vaulen, Øystein Røger, Vera Veljovic-Jovanovic og Endre Hellestveit. Noregur, 2024. 117 mín.
Kvikmyndir
Jóna Gréta
Hilmarsdóttir
Armand er fyrsta kvikmynd Halfdans Ullmann Tøndel en hann er barnabarn kvikmyndahöfundarins Ingmars Bergman og leikkonunnar Liv Ullmann. Kvikmyndastíll Ullmanns Tøndels, eins og hann birtist í Armand, minnir hins vegar frekar á aðra norskar samtímakvikmyndir. Ullmann Tøndel virðist því frekar vera að feta í fótspor norsku leikstjóranna Joachims Trier og Kristoffers Borgli heldur en í fótspor afa síns. Kristofer Borgli sló í gegn með mynd sinni Sjúk stelpa (Syk pike, 2022) og síðasta mynd Borglis var framleidd af bandaríska framleiðslufyrirtækinu A24, þ.e. myndin Draumaatburðarás (Dream Scenario, 2023) þar sem Nicolas Cage fer með aðalhlutverkið. Joachim Trier er þekktastur fyrir Óslóarþríleik sinn
...