Dýrleif Hallgríms fæddist 16. maí 1923. Hún lést 26. desember 2024.

Útför Dýrleifar fór fram 15. janúar 2025.

Árið 1960 fóru foreldrar mínir til New York að heimsækja Tótu vinkonu mömmu minnar og hennar mann. Þá þurfti að koma mér fyrir, eldri systkin mín voru í sveit og litli bróðir ekki fæddur. Ég var send í Borgarnes þar sem Mússa og Gunnar bjuggu í Helgugötunni í 18 ár.

Dýrleif sem ætíð var kölluð Mússa var föðursystir mín. Það var mikill samgangur á milli foreldra minna og Mússu og einnig Einars bróður þeirra og Sigurbjargar konu hans þar sem hann og Mússa og Gunnar bjuggu með sínar fjölskyldur ekki svo langt frá höfuðborginni. Tómas og Elín systkin þeirra bjuggu á Sauðárkróki og þangað var mun lengra að fara og því var ekki skroppið þangað í dagsferð.

...