Fjölskyldan Stödd í safaríferð í Kenía árið 2006.
Fjölskyldan Stödd í safaríferð í Kenía árið 2006.

Högni Óskarsson er fæddur í Danmörku 19. janúar 1945 og verður því áttræður á morgun.

„Tilurð fjölskyldu minnar var háð tilviljunum. Faðir minn, sem var í Danmörku við sérnám í læknisfræði í upphafi seinni heimsstyrjaldar, afþakkaði boð um að sigla heim um Petsamo. Ástæðan doktorsritgerð sem var á endaspretti. Þá hitti hann mjög óvænt miklu yngri konu, danska, mikil ást og úr varð fjölskylda. Heim skyldi halda, með Esjunni til Íslands í lok júní 1945. Ég var ríflega fimm mánaða, í pappakassa enda ekki til burðarrúm í stríðshrjáðu landi. Mikil viðhöfn var við heimkomuna, fyrsta íslenska skipið komandi frá útlöndum eftir stríðslok. Lúðrasveit og ræðuhöld fyrirmanna, viðtöl við þá nýkomnu í fjölmiðlum. Þetta fór algjörlega fram hjá mér í pappakassanum.

Við settumst að í Reykjavík, fyrstu árin á Flókagötu, síðan í Vesturbænum, Marargötu 6.

...