Ungmennabókin Hvíti ásinn er fyrsta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Hún segir svolítið skrýtið að vita af bókinni í höndum lesenda en því fylgi líka ákveðinn léttir því það hafi verið mikil vinna að skrifa bókina
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Ungmennabókin Hvíti ásinn er fyrsta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Hún segir svolítið skrýtið að vita af bókinni í höndum lesenda en því fylgi líka ákveðinn léttir því það hafi verið mikil vinna að skrifa bókina.
„Fyrst þegar hún kom út hélt ég niðri í mér andanum, ég var stressuð yfir því hvað fólki myndi finnast. Svo var mjög gaman þegar viðbrögð fóru að streyma inn,“ segir hún og nefnir sem dæmi að hún hafi fengið sendar myndir af börnum að lesa bókina og þeirra á meðal hafi verið krakkar sem ekki gátu lagt bókina frá sér.
„Þetta voru stolnar stundir“
„Ég held að mig hafi alltaf langað að vera rithöfundur. Ég hef skrifað frá því ég var krakki.
...