— AFP/Henry Nicholls

Uppboð á gíturum hins heimsþekkta gítarleikara Jeffs Becks (1944-2023) fer fram hjá uppboðshúsinu Christie's í London í næstu viku, miðvikudaginn 22. janúar. Beck hlaut margsinnis Grammy-verðlaun á farsælum ferli sínum og var til að mynda tvisvar sinnum tekinn inn í frægðarhöll rokksins. Þá vann hann með ótalmörgum frægum tónlistarmönnum víða um heim, meðal annars þeim Jimi Hendrix, Rod Stewart, Stevie Wonder, Steven Tyler, Eric Clapton, Tinu Turner, Mick Jagger og Johnny Depp. Á vefsíðu Christie's kemur fram að þetta einstaka uppboð spanni næstum sex áratuga langan feril hans, allt frá því hann gekk til liðs við Yardbirds árið 1965 til síðustu tónleikaferðar hans árið 2022. Boðnir verða upp yfir 130 gítarar, magnarar, pedalar, hulstur og ýmis verkfæri sem goðsögnin notaði. Hægt verður að fylgjast með beinu streymi frá uppboðinu en meðal dýrgripa á því má nefna Gibson Les Paul-gítarinn hans sem hann kallaði Oxblood, og prýðir forsíðu plötunnar Blow by Blow, Fender Teles

...