Alþingi Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga setjast á þing 4. febrúar.
Alþingi Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga setjast á þing 4. febrúar. — Morgunblaðið/Hákon

Alþingi verður sett 4. febrúar næstkomandi, eða eftir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frostadóttir lagði erindi þess efnis fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þá verða rúmlega átta vikur liðnar frá kosningum sem fóru fram 30. nóvember.

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kom saman í gær og fundaði með landskjörstjórn, en farið var yfir umsögn landskjörstjórnar sem birt var fyrr í vikunni. Þar hafði meðal annars komið fram að nokkrir annmarkar hefðu verið á framkvæmd kosninganna, sér í lagi því er viðkemur framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis.

Í umsögninni kemur m.a. fram að þar sem umsýsla við utankjörfundaratkvæðagreiðslu sé umfangsmikil, framkvæmdin viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega hvað varði flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, sé hætta á að atkvæði

...