Kristín Söfn Helgadóttir fæddist á 9. nóvember 1943. Hún lést 7. janúar 2025.
Útför hennar var gerð 16. janúar 2025.
Elsku stóra systir mín. Nú ertu farin frá okkur eftir snörp veikindi sem var erfitt að fylgjast með. Öll vorum við samt svo þakklát fyrir að þú náðir jólahátíðinni. Þú varst búin að ganga frá jólagjöfum fyrir allan þinn stóra hóp. Þannig varst þú, vildir alltaf vera að gefa. Þegar við Hrafnhildur vorum litlar varst þú líka ávallt svo gjafmild. Mér fannst þú alltaf svo fullorðin þótt það væru bara fimm ár á milli okkar. Þegar pabbi og mamma ráku svifflugsskólann á Sandskeiði þá var það heimili okkar á sumrin þegar við vorum börn. Þaðan áttum við yndislegar æskuminningar. Og stolt mitt var mikið að fylgjast með þér að læra svifflug. Þú sveifst í langan tíma í loftinu þegar þú þreyttir C-prófið í svifflugi, en þá varstu einungis
...