Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður og fv. ritstjóri Feykis, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn, 71 árs að aldri.

Þórhallur fæddist 23. febrúar 1953 í Fljótum í Skagafirði og ólst upp á Austari-Hóli í Flókadal. Foreldrar hans voru Ásmundur Frímannsson og Ólöf S. Örnólfsdóttir.

Þórhallur fluttist til Sauðárkróks 1974 og lærði þar húsasmíðar hjá Byggingarfélaginu Hlyn. Hann hóf snemma að iðka knattspyrnu, lék lengst af með Tindastóli, þó fyrst með Völsungi á Húsavík, og í lok ferilsins með Neista á Hofsósi, Þrym á Sauðárkróki og GKS á Siglufirði, en með því félagi spilaði hann sinn síðasta deildarleik sumarið 2004, 51 árs að aldri.

Þórhallur var einnig öflugur skíðagöngumaður og keppti hér á landi og erlendis fram á efri ár, m.a. í Vasa-göngunni í Svíþjóð. Hann lét snjóleysi ekki stöðva sig á sumrin og tók

...