Enn kemur á daginn að Pútín vill kæfa allt andóf og hræða Rússa til undirgefni

Skoðanakúgunin í Rússlandi minnir óþyrmilega á svart­nættis­tíma gömlu Sovétríkjanna. Ríkis­valdinu er beitt til að þagga niður alla umræðu og gagnrýni. Það eitt að nefna orðið frið getur kostað margra ára fangelsi.

Í gær féll dómur yfir þremur lögmönnum sem höfðu leyft sér þá ósvinnu að verja andófsmanninn Alexei Navalní. Allir þrír voru dæmdir í fangelsi og hljómaði þyngsti dómurinn upp á fimm og hálft ár bak við lás og slá.

Glæpur þeirra var sá að hafa flutt skilaboð frá Navalní úr fangelsinu til fjölskyldu og samherja.

Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum skammt frá fangelsi þar sem Navalní sat áður en hann var fluttur í fangabúðirnar norðan heimskautsbaugs þar sem hann lést í febrúar í fyrra. Lögmennirnir þrír, Vadím Kobsev, Alexei Liptser and Ígor Sergúnín, voru fundnir sekir um aðild að „öfgasamtökum“.

Navalní var í fararbroddi þeirra sem boðið hafa Vladimír Pútín, forseta Rússlands, byrginn. Hann afhjúpaði spillingu meðal

...