„Við skoðuðum marga möguleika til að halda framleiðslunni áfram hér á landi en fundum enga aðra samkeppnishæfa lausn,“ segir Arnar Þórisson forstjóri Líflands. Hveitimyllu Kornax í Korngörðum verður lokað á næstunni
Breytingar Hveitimyllu Kornax niðri við Sund verður brátt lokað.
Breytingar Hveitimyllu Kornax niðri við Sund verður brátt lokað. — Morgunblaðið/Hákon

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Við skoðuðum marga möguleika til að halda framleiðslunni áfram hér á landi en fundum enga aðra samkeppnishæfa lausn,“ segir Arnar Þórisson forstjóri Líflands. Hveitimyllu Kornax í Korngörðum verður lokað á næstunni. Sú var eina hveitimylla landsins og því verður allt hveiti á Íslandi innflutt héðan í frá.

Arnar segir í samtali að fyrirtækið hafi leigt húsnæði undir myllu Kornax í Korngörðum. Þegar Faxaflóahafnir hafi ekki viljað framlengja leigusamning við fyrirtækið hafi verið kannaðir möguleikar á að

...