VeItingastaðurinn Ýmir var opnaður í Eddu – húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag og til að byrja með verður opið frá tíu á morgnana til fimm síðdegis. „Við sjáum svo til hvernig þetta þróast,“ segir …
Menning Edda – hús íslenskunnar fékk formlega nafn í apríl 2023.
Menning Edda – hús íslenskunnar fékk formlega nafn í apríl 2023. — Morgunblaðið/Sigurður bogi

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

VeItingastaðurinn Ýmir var opnaður í Eddu – húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag og til að byrja með verður opið frá tíu á morgnana til fimm síðdegis. „Við sjáum svo til hvernig þetta þróast,“ segir Þórður Bragason matreiðslumeistari, sem verður með tvo til þrjá starfsmenn með sér í fyrstu.

Starfsemi í Eddu hefur jafnt og þétt verið að taka á sig mynd síðan nýju húsi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands var formlega gefið nafn 19. apríl 2023. Fyrstu handritin voru flutt þangað úr Árnasafni 11. nóvember sl. og eru þau hluti af handritasýningunni „Heimur í orðum“, sem nú er í húsinu.

Kerrur og kjöt

...