Úr bæjarlífinu
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Kistan er atvinnu- og nýsköpunarsetur Langanesbyggðar, vel staðsett í miðbæ Þórshafnar í húsinu Kistufelli, sem var upphaflega byggt fyrir starfsemi Sparisjóðs Þórshafnar á sínum tíma. Markmið Kistunnar er að skapa samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki til að styðja við atvinnuþróun í byggðarlaginu.
Kistan gegnir mikilvægu hlutverki í menntun og mannlífi á svæðinu og er þjónustan þar vel nýtt, að sögn verkefnastjóra Kistunnar, Sigríðar F. Halldórsdóttur. Þar hafa fjarnemar aðstöðu en í henni felst m.a. sólarhringsaðgengi að námsaðstöðu, raunfærnimat, námsráðgjöf og aðstaða til prófatöku, en margir sem stunda nám annars staðar geta tekið próf í heimabyggð. Á nýliðnu ári voru þar fjórtán nemar á háskólastigi
...