Donald Trump verður í dag settur inn í embætti forseta Bandaríkjanna, það valdamesta í heiminum. Þrátt fyrir að hafa enn ekki formlega tekið við keflinu af Joe Biden hefur Trump verið atkvæðamikill á vettvangi alþjóðamála síðustu daga. Er þáttur hans í vopnahléssamkomulaginu á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas, sem tók formlega gildi í gær, m.a. sagður veigamikill.
Þá vörðu áhrif TikTok-bannsins í Bandaríkjunum ekki ýkja lengi en bandarískir notendur komust aftur inn á samfélagsmiðilinn í gær eftir að honum hafði verið lokað, að því er virðist fyrir tilstilli verðandi forsetans, sem hét því að aflétta tímabundið banni sem þingið hafði þvert á flokkslínur samþykkt að leggja á miðilinn.
Fagnaði með stuðningsfólki
Trump og JD Vance, verðandi varaforseti hans, heimsóttu í gær gröf óþekkta hermannsins í Washington þar
...