„Flensan er komin og mallar af talsverðum þunga nú,“ segir Oddur Steinarsson heimilislæknir og framkvæmdastjóri á Heilsugæslunni á Kirkjusandi í Reykjavík. „Einkennin eru öll mjög kunnugleg; höfuðverkur, hiti, hálssærindi og þurr…

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Flensan er komin og mallar af talsverðum þunga nú,“ segir Oddur Steinarsson heimilislæknir og framkvæmdastjóri á Heilsugæslunni á Kirkjusandi í Reykjavík. „Einkennin eru öll mjög kunnugleg; höfuðverkur, hiti, hálssærindi og þurr hósti, pest sem gengur oftast yfir fljótt.“

Skv. upplýsingum frá sóttvarnalækni er inflúensa nú í vexti á landinu. Í 2. viku janúar greindust alls 68 manns í ölllum hópum með flensu, sem var af ýmsum tegundum. Sjö þurftu af þessum sökum að leggjast inn á Landspítalann til lækninga. Þá komu 22 á bráðamóttökur með staðfesta flensu og væntanlega mun fleiri á Læknavaktina og heilsugæslur. – Rúmlega 50 greindust svo á fyrrgreindum tíma með RS-veirusýkingar og þrír með covid-19.

„Þetta

...