Kolbrún Bergþórsdóttir
Ekki er annað hægt en að lofa bandarísku njósna- og spennuþættina The Agency sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Allir sem koma að þessum þáttum vita hvað þeir eru að gera og niðurstaðan er frábær þáttaröð sem stöðugt kemur á óvart.
Michael Fassbender er í aðalhlutverki sem starfsmaður leyniþjónustunnar og heillar mann alveg upp úr skónum. Hann er í stöðugri hættu og hið sama má segja um ástkonu hans, sem er eiginlega í enn verri málum en Jodie Turner-Smith túlkar hana á afar sannfærandi hátt. Þvi miður gerir maður ráð fyrir að aðstæður komi í veg fyrir að þau fái að vera saman. Þarna er traustur Richard Gere og þegar Hugh Bonneville og Dominic West bregður fyrir þá er eins og maður sé að hitta gamla vini.
Í áttunda þætti var hrollvekjandi stígvélaatriði sem var í algjörum hágæðaklassa. Maður var dasaður eftir að hafa horft á það. Nú er eftir að horfa á
...