Sigurgeir Ísbjörn Jónsson
Á undanförnum árum hef ég átt í samskiptum við TR, félagsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, úrskurðarnefnd velferðarmála og umboðsmann Alþingis vegna meðferðar stjórnvalda á 62. gr., áður 69. gr., almannatryggingarlaga nr. 100/2007. Allir þessir aðilar virðast telja það ótvírætt að fara eigi eftir 62.-69. greininni. TR vísaði á úrskurðarnefnd velferðarmála. Úrskurðarnefndin gat ekki úrskurðað vegna þess að nefndin heyrði undir félagsmálaráðuneytið, en framkvæmdin heyrði undir fjármálaráðuneytið, vegna þess að í greininni stæði að bætur almannatrygginga væru í fjárlögum og engu virtist breyta að í almannatryggingarlögunum stendur að þau heyri undir félagsmálaráðherra nema annað sé tekið fram. Félagsmálaráðuneytið vísaði á fjármálaráðuneytið, sem virðist telja ótvírætt að fara eigi eftir lögunum en neitar að greiða þann mismun sem er á áætlunum fjármálaráðuneytisins um
...