Bjarni Þjóðleifsson fæddist 29. janúar 1939. Hann lést 30. desember 2024.
Útför hans fór fram 10. janúar 2025.
Genginn er góður og sannur vinur til margra ára. Mér er efst í huga þakklæti fyrir hjálpsemi, virðingu og vináttu sem Bjarni sýndi mér alla tíð. Kynni okkar hófust á sjöunda áratug síðustu aldar, þá nágrannar í Fossvoginum. Bjarni var ekki maður margra orða en þegar hann talaði með sinni hógværri röddu hlustuðu allir. Aldrei sá ég hann skipta skapi eða tala illa um nokkurn mann. Hann var sannur heiðursmaður í orðsins fyllstu merkingu.
Ég á margar góðar og ljúfar minningar úr veiðiferðum okkar sem lengi verða í minnum hafðar. Mér er þó minnisstæðust fyrsta veiðiferðin sem hann bauð mér í; laxveiði í Blöndu ásamt nokkrum félögum hans sem flestir voru vanir veiðimenn eins og Bjarni á þessu
...