„Besta leiðin til að kynnast hverju samfélagi, sem nýr íbúi þar, tel ég að sé að gerast strax virkur þátttakandi,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. „Að vera í tónlist, íþróttum eða einhverju slíku opnar fólki möguleika og tækifæri
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Besta leiðin til að kynnast hverju samfélagi, sem nýr íbúi þar, tel ég að sé að gerast strax virkur þátttakandi,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. „Að vera í tónlist, íþróttum eða einhverju slíku opnar fólki möguleika og tækifæri. Ég flutti hingað vestur árið 2019 og blandaði mér fljótt í leikinn á ýmsum sviðum. Hét því reyndar strax að ég ætlaði aldrei í stjórnmál, en svo fór fljótt að ég sogaðist inn í þau, enda vildi ég hafa áhrif. Var árið 2022 kjörin í bæjarstjórn en sá þó aldrei fyrir mér að verða bæjarstjóri. En svona kemur lífið manni stundum á óvart.“
Norðurland og Borgarfjörður
Nú um áramótin tók Sigríður við bæjarstjórastarfinu í kjölfar þess að Arna Lára Jónsdóttir, sem
...