Ástæða er til að vona en ekki enn til að fagna

Vopnahlé Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas hófst í gærmorgun. Það dróst að vísu um tæpa tvo tíma þar sem Hamas hafði ekki staðið við að birta nöfn þeirra sem hryðjuverkasamtökin áttu að sleppa úr gíslingu í gær. En vopnahléið hófst loks og var víða fagnað sem von um frið til lengri tíma.

Vopnahléið á að gilda í sex vikur en ekki þarf mikið til að aftur kvikni í púðurtunnunni á þeim tíma og nefna má í því sambandi að á sama tíma og Hamas á að sleppa 33 gíslum, lífs eða liðnum, þá ber Ísrael að sleppa nær tvö þúsund palestínskum föngum. Í þeim hópi eru jafnvel menn með lífstíðardóma að baki fyrir morð, en þó er ákveðin von í því að allra verstu hryðjuverkamenn Hamas verða ekki látnir lausir. Menn eru líklega minnugir þess þegar Ísrael samdi um að sleppa Sinwar sem síðar varð leiðtogi Hamas og skipulagði árásina á Ísrael 7. október 2023 sem hleypti stríðsátökunum af

...