Þeir voru glaðbeittir kjörnir fulltrúar almennings og embættismenn þar sem þeir munduðu skóflurnar til að marka upphaf fyrstu framkvæmda við borgarlínuverkefnið. Þar er um að ræða brú yfir Fossvog sem á að flytja gangandi og hjólandi en ekki aðra bíla en risastóra strætisvagna borgarlínunnar. Vinsælasta farartæki almennings verður ekki velkomið á brúnni sem þó á að kosta skattgreiðendur níu milljarða króna, eins og tölur standa nú. Gjalda verður varhug við þeim útreikningum því að þegar brúin var sett inn í samgöngusáttmálaáformin átti hún að kosta um tvo milljarða króna.
Það er ekki aðeins brúin sem hefur hækkað hressilega frá því að kjörnir fulltrúar ákváðu fyrst að fara út í það risaverkefni sem borgarlínan á að vera og vitað var að yrði aldrei arðbært. Verkefnið í heild, samgöngusáttmálinn svokallaði sem er fyrst og fremst borgarlínan, hefur um það bil tvöfaldast frá fyrstu samþykktu
...