Út er komin bókin Tímanna safn: Kjörgripir í Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni sem safnið gefur út í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag. Í henni er fjallað í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
Teikning Mynd eftir Mugg sem fylgir sögu móður hans, Rjúpuhreiðrinu.
Teikning Mynd eftir Mugg sem fylgir sögu móður hans, Rjúpuhreiðrinu.

Út er komin bókin Tímanna safn: Kjörgripir í Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni sem safnið gefur út í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag. Í henni er fjallað í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þeir endurspegla fjölbreytta safneign og er til að mynda fjallað um bækur, handrit, einkaskjöl, tímarit og hljómplötur. Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu en 1994 sameinuðust Landsbókasafn og Háskólabókasafn undir einu þaki.

Safnið á sér sögu sem nær aftur til ársins 1818 þegar Landsbókasafn, sem í fyrstu hét Stiftsbókasafn, var stofnað. Á þessum ríflega 200 árum hefur safnkosturinn vaxið og starfsemin tekið breytingum.

Bókin varpar ljósi á breidd safnkostsins. Í henni er vakin athygli á efni sem lítið hefur verið fjallað

...