Veðurstofa Íslands lýsti yfir óvissustigi á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu sem tók gildi á hádegi í gær. Um 170 íbúum í Neskaupstað og á Seyðisfirði var gert að yfirgefa heimili sín en rýmingarnar tóku gildi klukkan 18
Óvissa Varðskip sigldi austur í gær. Óvissustigi hefur verið lýst yfir.
Óvissa Varðskip sigldi austur í gær. Óvissustigi hefur verið lýst yfir. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Veðurstofa Íslands lýsti yfir óvissustigi á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu sem tók gildi á hádegi í gær. Um 170 íbúum í Neskaupstað og á Seyðisfirði var gert að yfirgefa heimili sín en rýmingarnar tóku gildi klukkan 18. Viðbótarrýming á Seyðisfirði tók gildi klukkan 20 en Veðurstofa taldi aðstæður með þeim hætti að æskilegt væri að rýma þrjá reiti til viðbótar. Þar er um atvinnuhúsnæði að ræða, m.a. gistiheimili. Vel gekk að finna fólki húsaskjól.

...