Verktakar voru í gær að ryðja íshrönnum af Arnarbælisvegi í Ölfusi, en síðustu daga hefur Ölfusá þar runnið yfir bakka. Frosthörkur í síðustu viku mynduðu á þessum slóðum klakastíflu í ánni sem hefur verið mjög vatnsmikil síðustu sólarhringa vegna leysinga á hálendinu
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Verktakar voru í gær að ryðja íshrönnum af Arnarbælisvegi í Ölfusi, en síðustu daga hefur Ölfusá þar runnið yfir bakka. Frosthörkur í síðustu viku mynduðu á þessum slóðum klakastíflu í ánni sem hefur verið mjög vatnsmikil síðustu sólarhringa vegna leysinga á hálendinu. Afleiðingar og skemmdir vegna flóða eru víða á Suðurlandi, við stórfljót en líka þar sem minni lækir hafa breitt úr sér. Girðingar hafa eyðilagst og hugsanlega ræktarlönd, en slíkt mun skýrast betur þegar frá líður.

„Við Arnarbæli hefur þetta sloppið ótrúlega vel. Núna erum við að ryðja veginn, ýta burt ísstykkjum sem eru gríðarþung. Svo hefur runnið úr veginum hér svo koma þarf með malarfyllingu,“ segir Grétar Einarsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Suðurlandi. Hann var á vettvangi í gær með

...