Arnaldur Indriðason fær toppeinkunn hjá gagnrýnanda norska fjölmiðilsins Adresseavisen fyrir bókina Sigurverkið. Rýnirinn lýsir bókinni sem földum fjársjóði síðasta bókaárs og segir að kalla megi bókina margt en glæpasaga sé hún þó ekki. Þá fer hann fögrum orðum um söguþráðinn: „En fyrst og fremst liggur snilld bókarinnar í framsetningunni á fallegri og blæbrigðaríkri vináttu tveggja manna sem búa við mismunandi lífsjkör – og böndunum sem styrkjast á milli þeirra.“