Ágúst Karlsson er fæddur 20. janúar 1935 á Fáskrúðsfirði og þar voru heimkynni hans fram yfir tvítugt.
„Auk útivinnu var til búdrýginda sjálfsaflabúskapur með kú og kindur svo sem algengt var í þá daga. Við systkinin urðum átta talsins. Auk mín voru sjö systur, en þar af lést ein sem ungbarn.
Uppeldið var einfalt miðað við nútímann. Engir leikskólar né opinbert aðhald, en það var mikið að gera svo vakna þurfti snemma og drífa sig í verkin sem ólokið var í gær. Leiksvæðið var helst fjaran eða bryggjurnar og ef dottið var í sjóinn var helst ekki farið heim fyrr en maður var orðinn þurr. Það kom fyrir að „fengnar voru að láni“ skektur og róið út á fjörð því þar var meiri veiðivon. Fljótlega bættust fleiri verkefni við, svo sem barnaskólinn. Þar kunnu allir að lesa. Fljótt bættust skyldustörfin við til þess að létta undir
...