Íslenskum áhorfendum á leikjum karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik fjölgar jafnt og þétt í Zagreb í Króatíu. Rúmlega 100 mættu á fyrsta leikinn gegn Grænhöfðaeyjum, þeim fjölgaði nokkuð fyrir leikinn gegn Kúbu í fyrrakvöld og…
Íslenskum áhorfendum á leikjum karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik fjölgar jafnt og þétt í Zagreb í Króatíu. Rúmlega 100 mættu á fyrsta leikinn gegn Grænhöfðaeyjum, þeim fjölgaði nokkuð fyrir leikinn gegn Kúbu í fyrrakvöld og þegar Ísland mætir Slóveníu í kvöld er talið að nokkur hundruð íslenskra stuðningsmanna verði í stúkunni. Þessi fyrsta stóra prófraun liðsins á mótinu hefst klukkan 19.30.