Þremur ungum konum var í gær sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna er fyrsti áfangi vopnahlésins í 15 mánaða löngu stríði milli Ísraels og Hamas tók gildi. Konurnar þrjár heita Romi Gonen, Emily Damari og Doron Steinbrecher, og hafa verið í haldi Hamas frá hryðjuverkaárásinni 7. október 2023.
Vopnahléið tafðist um þrjár klukkustundir þegar enn skarst í odda á Gasasvæðinu á síðustu stundu og sögðu talsmenn Hamas að þrettán hefðu fallið fyrir Ísraelsher. Ísraelsmenn kenndu Hamas um að hafa tregðast við að afhenda nöfn þeirra gísla sem þeir myndu frelsa og sögðust hafa ráðist á hryðjuverkamenn, þar sem vopnahléið hefði ekki tekið gildi. Hamas sagði að töfin á því að útvega listann hefði verið tæknileg.
Vopnahléið kveður á um að öllum bardögum verði hætt, neyðaraðstoð aukin á Gasa og 33 af nær 100 gíslum, ísraelskum sem erlendum, lifandi
...