Til lítils er að gefa út bækur rati þær ekki til lesenda, segir Rithöfundasamband Íslands (RSÍ). Úr þeim ranni eru komnar í samráðsgátt tillögur til hagræðingar í opinberum rekstri, samanber óskir ríkisstjórarinnar þar um
<autotextwrap>
Til lítils er að gefa út bækur rati þær ekki til lesenda, segir Rithöfundasamband Íslands (RSÍ). Úr þeim ranni eru komnar í samráðsgátt tillögur til hagræðingar í opinberum rekstri, samanber óskir ríkisstjórarinnar þar um. Hagkvæmt væri fyrir íslenskt samfélag, að mati sambandsins, að breyta fyrirkomulagi stuðnings ríkisins við bókaútgáfu á þá lund að fleiri njóti en forleggjarar. Þeir geta í dag fengið útlagðan kostnað við útgáfu bóka á íslensku endurgreiddan, skv. nánari reglum.
Hagkvæmara væri fyrir íslenskt samfélag að horfa þarna til virðiskeðjunnar í heild og styðja við fleiri en útgefendur, svo sem höfunda, þýðendur, bóksala, bókasöfn
...