Sigurlaug Erla Pétursdóttir fæddist 8. maí 1934. Hún lést 6. janúar 2025.
Útförin fór fram 17. janúar 2025.
Held að sumarið 1990 hafi verið eftirminnilegt hjá okkur elsku amma þegar ég hringdi heim í Litlu-Hlíð og bað þig að sækja mig og Hermínu systur, en þá vorum við komin á barnaheimili vegna heimilisaðstæðna. Enn þann dag í dag finnst mér það merkilegt að ég hafi munað símanúmerið heima í sveitinni og hringt. En þú komst og sóttir okkur með Stínu og Jóa ef ég man rétt og fórum við í sveitina. Ég get hreinlega ekki ímyndað mér hvernig hefði farið fyrir okkur ef við hefðum ekki getað verið hjá ykkur í sveitinni. En að hafa verið 10 barna móðir og líka tekið okkur að sem aukabörn hefur ekki verið auðvelt. Þó að á þessum tíma væru flest börnin komin með sína eigin fjölskyldu hefur þú örugglega ekki ætlað þér að ala upp fleiri börn. En ég
...