Enn einn útúrdúr úr sögunni endalausu um Hvammsvirkjun var skrifaður í liðinni viku þegar dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að vilji löggjafans um að Umhverfisstofnun hafi heimild til að gera það sem henni er í raun ætlað…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Enn einn útúrdúr úr sögunni endalausu um Hvammsvirkjun var skrifaður í liðinni viku þegar dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að vilji löggjafans um að Umhverfisstofnun hafi heimild til að gera það sem henni er í raun ætlað að gera, í tengslum við leyfisveitingar vegna vantsaflsvirkjana, birtist ekki í umdeildu lagaákvæði „með eins skýrum hætti og æskilegt hefði verið“. Þannig felldi dómarinn framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi.

Það er ekki annað hægt en að stoppa við þá afstöðu héraðsdómarans að vilji löggjafans komi ekki skýrt fram hvað varðar frekari áform um virkjun vatnsafls. Vísar dómarinn sérstaklega til orðalagsbreytingar sem gerð var í meðförum þingnefndar fyrri hluta árs 2011. Umrædd orðalagsbreyting var gerð í nefndaráliti sem þingmennirnir Birgir Ármannsson og Kristján Þór Júlíusson hjá Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir þá

...

Höfundur: Bergþór Ólason