Guðmundur Kristinn Jónmundsson fæddist 24. júlí 1939. Hann lést 30. desember 2024.
Útför fór fram 8. janúar 2025.
Elsku besti afi okkar, vinur og fyrirmynd. Á þessum tímamótum er þakklæti efst í huga okkar. Þakklæti fyrir einstaklega góðan vin og dýrmætar minningar. Afi lék stórt hlutverk í okkar lífi en við vorum einstaklega heppin að alast upp hjá afa og ömmu Ásdísi í Dalsbyggðinni.
Afi sannfærði okkur snemma að allir vegir væru okkur færir. Hann kenndi okkur m.a. að lesa og hjóla og áttum við eina „afabrekku“ í Garðabænum sem einkenndist af óteljandi göngu- og hjólaferðum. Allt frá æsku og fram á fullorðinsár fylgdist hann með okkar daglega lífi og áttum við regluleg símtöl og heimsóknir fram að síðasta degi. Afi var stoltur langafi og dýrmætt að sjá tenginguna sem myndaðist
...