Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki mennina sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum þar sem brotið var gegn konu með andlega fötlun. Aðeins verður hægt að ákæra mennina ef rannsókn verður tekin upp að nýju
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki mennina sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum þar sem brotið var gegn konu með andlega fötlun. Aðeins verður hægt að ákæra mennina ef rannsókn verður tekin upp að nýju.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Morgunblaðsins.