Ljóst er að samruni Marels og JBT hefur haft ýmiss konar áhrif á íslenskan verðbréfamarkað og einnig áhrif á gengi krónunnar. Sigurður Hreiðar Jónsson er forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka og segir hann að mest muni um þær breytingar sem…
Útrás Vélar Marels settar upp í hátækniverksmiðju kaupanda í Austur-Evrópu. Á íslenskum verðbréfamarkaði er samanlögð velta með hluti í félaginu fyrstu tvær vikur þessa árs á við daglega veltu árin 2023 og 2024.
Útrás Vélar Marels settar upp í hátækniverksmiðju kaupanda í Austur-Evrópu. Á íslenskum verðbréfamarkaði er samanlögð velta með hluti í félaginu fyrstu tvær vikur þessa árs á við daglega veltu árin 2023 og 2024. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Ljóst er að samruni Marels og JBT hefur haft ýmiss konar áhrif á íslenskan verðbréfamarkað og einnig áhrif á gengi krónunnar.

Sigurður Hreiðar Jónsson er forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka og segir hann að mest muni um þær breytingar sem gerðar voru á skráningu JBT Marel í tengslum við samrunann: „Marel var áður með tvíhliða skráningu á íslenska verðbréfamarkaðinum og í Hollandi en íslenski markaðurinn ráðandi í veltu félagsins. Nú er hið sameinaða félag með skráningu í Bandaríkjunum og á Íslandi og hefur þetta t.d. haft áhrif á umfang viðskipta innanlands með þetta félag sem áður var eitt það veltuhæsta á íslenska verðbréfamarkaðinum,“ útskýrir Sigurður. „Ef við skoðum þróun í veltu hlutabréfa félagsins á Íslandi, þá var

...