Nokkuð er um liðið síðan Hildur Kristín Stefánsdóttir lét í sér heyra undir eigin nafni þótt hún hafi verið iðin í tónlist sem lagasmiður og upptökustjóri. Hún byrjar árið þó með látum, því 1. janúar kom út breiðskífan Afturábak, sem er fyrsta stóra …
Tónlistarkona Lagasmiðurinn, upptökustjórinn og söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir snýr aftur í sviðsljósið
Tónlistarkona Lagasmiðurinn, upptökustjórinn og söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir snýr aftur í sviðsljósið

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Nokkuð er um liðið síðan Hildur Kristín Stefánsdóttir lét í sér heyra undir eigin nafni þótt hún hafi verið iðin í tónlist sem lagasmiður og upptökustjóri. Hún byrjar árið þó með látum, því 1. janúar kom út breiðskífan Afturábak, sem er fyrsta stóra platan sem hún sendir frá sér á löngum tónlistarferli, eins og fram kemur í viðtali í Dagmálum.

Hildur vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Rökkurró fyrir átján árum eða svo, en sú sveit tók þátt í Músíktilraunum, gaf út plötur og fór í tónleikaferðir víða um heim. Í miðjum klíðum tók sveitin sér ársleyfi því Hildur vildi breyta til, fluttist til Japans sem skiptinemi að læra japönsku. „Ég ætlaði að taka pásu, ætlaði að læra japönsku og ekki gera neitt í tónlist en kvöldið áður en ég fór út fannst mér

...