Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hugleiðir framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum í fullri alvöru, en flokkurinn velur sér nýjan formann á landsfundi, sem settur verður í lok febrúar
Forysta Áslaug Arna segir brýnt að Sjálfstæðisflokkur endurnýi erindi sitt undir nýrri forystu og veiti öfluga stjórnarandstöðu.
Forysta Áslaug Arna segir brýnt að Sjálfstæðisflokkur endurnýi erindi sitt undir nýrri forystu og veiti öfluga stjórnarandstöðu. — Morgunblaðið/Brynjólfur

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hugleiðir framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum í fullri alvöru, en flokkurinn velur sér nýjan formann á landsfundi, sem settur verður í lok febrúar.

„Ég hef fengið ótal áskoranir um að gefa kost á mér til formennsku, mér þykir vænt um þær og tek þær alvarlega,“ segir Áslaug Arna í samtali við Morgunblaðið.

...