Íbúðagötur voru skipulagðar í Súðavík, jafnvel þótt þar væri greinileg snjóflóðahætta, og leikskóli byggður á hættusvæði þvert gegn ráðleggingum. Ef snjóflóðið fyrir þrjátíu árum hefði fallið að degi til hefði einu gilt hvort börnin á leikskólanum byggju annars utan þess svæðis þar sem það fór yfir
Súðavík Fjórtán fórust í snjóflóðinu sem féll 16. janúar 1995.
Súðavík Fjórtán fórust í snjóflóðinu sem féll 16. janúar 1995. — Morgunblaðið/RAX

Sviðsljós

Hólmfríður María Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Íbúðagötur voru skipulagðar í Súðavík, jafnvel þótt þar væri greinileg snjóflóðahætta, og leikskóli byggður á hættusvæði þvert gegn ráðleggingum. Ef snjóflóðið fyrir þrjátíu árum hefði fallið að degi til hefði einu gilt hvort börnin á leikskólanum byggju annars utan þess svæðis þar sem það fór yfir. Þau hefðu öll farist.

Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem var yfirmaður snjóflóðamála hjá Veðurstofunni þegar hörmungarnar gengu yfir. Aðvaranir Veðurstofu voru virtar að vettugi að hans mati. Einskær heppni sé að barnaheimilið, sem grófst undir fannfergi að morgni 16. janúar 1995, hafi staðið autt.

Trausti segir kerfið í raun hafa brugðist áður en snjóflóðin

...