Ægir Þór Steinarsson
Ægir Þór Steinarsson

Stjarnan varð í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í bikarkeppni karla í körfuknattleik með því að vinna grannaslaginn gegn Álftnesingum í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi, 100:88.

Staðan í hálfleik var 53:46, Stjörnumönnum í hag, en þeir gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átján stiga forystu og héldu sínum hlut af öryggi í þeim fjórða.

Jase Febres skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna og tók 12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson skoraði 22 stig og átti sex stoðsendingar og Ægir Þór Steinarsson skoraði 19 stig og átti 10 stoðsendingar.

Justin James skoraði 22 stig fyrir Álftanes, Dúi Þór Jónsson 16, Haukur Helgi Pálsson 13 og Dimitrios Klonaras 13.

Hinir þrír leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld, Sindri – Valur, KR – Njarðvík og Keflavík – Haukar.