Valskonur sýndu og sönnuðu á laugardaginn hve langt þær eru komnar í Evrópuhandboltanum þegar þær slógu spænska liðið Málaga Costa del Sol út úr Evrópubikar kvenna með sannfærandi sigri á Hlíðarenda, 31:26
Handbolti
Víðir Sigurðsson
Jón Kristinn Jónsson
Valskonur sýndu og sönnuðu á laugardaginn hve langt þær eru komnar í Evrópuhandboltanum þegar þær slógu spænska liðið Málaga Costa del Sol út úr Evrópubikar kvenna með sannfærandi sigri á Hlíðarenda, 31:26.
Þær fylgdu eftir óvæntu jafntefli í fyrri leik liðanna á Spáni, 25:25, og eru komnar í átta liða úrslitin, rétt eins og Haukakonur sem unnu tvo sigra á Galychanka frá Úkraínu um fyrri helgi.
Lið Málaga þótti sigurstranglegt í keppninni og vann hana fyrir fjórum árum en liðið er í öðru sæti í spænsku deildinni og hafnaði einnig í öðru sæti í fyrra eftir að hafa orðið meistari 2023.
Auk Vals og Hauka eru Ionias frá Grikklandi, Slavia
...